Deildafundir

www.powertalk.is

Allar deildir funda tvisvar sinnum í mánuði á tímabilinu september til maí. Gestir eru ávallt velkomnir á fundi deilda og þurfa ekki að tilkynna komu sína áður. Nær allir fundir í deildum eru opnir gestum. Undantekning eru fundir þar sem félagar bregða sér af bæ og fara t.d. í göngu eða leikhús. Mæti gestur á venjulegan fund fær hann stutta kynningu á því hvað felst að vera í samtökunum. Þá getur hann spurt spurninga og spjallað við félaga. Allir eru velkomnir á fundi og er aðgangur í byrjun alveg ókeypis. Í raun er gott að sitja 2-3 fundi í deild og sjá hvernig starfið hentar hverjum og einum áður en sótt er um aðild að samtökunum.