Verið velkomin!

powertalk.is

Verið velkomin á vef POWERtalk á Íslandi. Hér er hægt að fræðast um hvaðeina sem tengist starfsemi samtakanna, svo sem deildir og sögu. Þá er hér gott yfirlit yfir svör við algengum spurningum.

En stóra málið er hvað POWERtalk getur gert fyrir þig! Hefur þú …

  • einhvern tíma haft góða hugmynd í vinnunni, en ekki getað tjáð þig um hana?
  • viljað taka til máls á foreldrafundi í skóla, en ekki þorað?
  • óskað þess að geta flutt tækifærisræðu á góðri stundu?
  • almennt viljað bæta getu þína til þess að tjá þig fyrir framan hóp fólks.

Ef svo þá er POWERtalk fyrir þig því hér getur þú fundið alla þá hjálp sem nauðsynleg er til þess að ná árangri á þessum sviðum sem öðrum. Við tökum vel á móti þér.

Finnir þú ekki svör við öllum þínum spurningum hér, þá getur þú sent okkur póst á netfangið powertalk@powertalk.is og við munum svara þér eftir bestu getu.